Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu fyrir pantanir að lágmarki 6900. kr
Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu fyrir pantanir að lágmarki 6900. kr
Karfa 0

Samtal - sýning á verkum Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur

SAMTAL
Opnun þann 16. október milli kl 17-19
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir í Hjarta Reykjavíkur
16. október – 14. nóvember 2021 
Textíll og steinar.
Textílar og steinar eru minn miðill – hart og mjúkt. Þetta tvennt talar saman, aðlagast og bætir hvort annað upp. Brotna steina set ég saman aftur og fylli þá af mjúkum textíl. Bind svo allt saman með lituðum tvinna sem dregur fram liti steinsins og til verður ný mynd.
Ég er menntaður vefari frá Osló og textílforvörður frá London, þriggja barna móðir, stjúpmóðir og amma.
Ég hef alla tíð unnið að sköpun í einhverri mynd. 60 ára ákvað ég að segja upp starfi mínu sem safnstjóri og hella mér út í listina og þræðina sem alltaf kalla á mig.
Ég hef haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýningum.
Verið hjartanlega velkomin til þessa samtals.

Eldri færsla Nýrri færlsa